Nicolas Pepe mun fara í sögubækurnar sem ein verstu kaup í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Pepe skrifaði undir hjá Arsenal árið 2019 fyrir metfé og kostaði 72 milljónir punda eftir dvöl hjá Lille.
Pepe skoraði 16 mörk í 80 deildarleikjum fyrir Arsenal en hann náði aldrei að sanna sig almennilega á Englandi.
Vængmaðurinn hefur nú tjáð sig um tíma sinn hjá Arsenal en hann er í dag á láni hjá Nice í Frakklandi.
,,Ég náði að þroskast á tíma mínum á Englandi. Ég varð eldri, ég eignaðist börn svo ég þroskaðist mikið,“ sagði Pepe.
,,Ég á góðar minningar þaðan og svo einnig minningar sem eru ekki eins góðar. Þetta hjálpar mér í dag.“