Liverpool fékk skell í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Wolves á Molineaux vellinum.
Liverpool hefur ekki spilað vel í vetur og það varð engin breyting á því í kvöld í slæmu 3-0 tapi.
Wolves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni en eitt af þeim var sjálfsmark Joel Matip.
Á sama tíma vann Manchester United lið Crystal Palace 2-1 þar sem miðjumaðurinn Casemiro sá rautt.
Leicester City var í stuði gegn Aston Villa og skoraði fjögur mörk og vann 4-2 sigur eftir að hafa lent tvisvar undir.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Manchester United 2 – 1 Crystal Palace
1-0 Bruno Fernandes(‘7, víti)
2-0 Marcus Rashford(’62)
2-1 Jeffrey Schlupp(’76)
Wolves 3 – 0 Liverpool
1-0 Joel Matip (‘5, sjálfsmark)
2-0 Craig Dawson(’12)
3-0 Ruben Neves(’71)
Aston Villa 2 – 4 Leicester City
1-0 Ollie Watkins(‘9)
1-1 James Maddison(’11)
2-1 Harry Souttar(’32, sjálfsmark)
2-2 Kelechi Iheanacho(’41)
2-3 Tete(’45)
2-4 Dennis Praet(’79)
Brentford 3 – 0 Southampton
1-0 Ben Mee(’41)
2-0 Bryan Mbeumo(’44)
3-0 Mathias Jensen(’80)
Brighton 1 – 0 Bournemouth
1-0 Kaoru Mitoma(’87)