fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Versta mögulega niðurstaðan fyrir Manchester United – „Hver ætlar að segja að þetta elti hann ekki þangað?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 10:00

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, hefur ritað pistil í kjölfar þess að ákærur gegn Mason Greenwood, leikmanni Manchester United, voru látnar niður falla í gær. Hann segir stöðuna ansi erfiða fyrir félagið.

Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Nú hefur allt hins vegar verið látið niður falla. Hins vegar er ekki ljóst hvað tekur við hjá Greenwood á knattspyrnuvellinum, eða hvort.

„Raunin er sú að sú staðreynd að Greenwood sé mögulega til taks eftir að ákærur á hendur honum voru látnar niður falla er martröð. Félagið á í hættu að stíga inn á siðferðislegt jarðsprengjusvæði,“ skrifar Wheeler.

Hann segir menn innan félagsins hafa óttast þessa niðurstöðu. „Síðustu tólf mánuði hafa heimildamenn félagsins sagt okkur að það versta sem gæti komið út úr þessu væri að málið væri látið niður falla eða að Greenwood yrði ekki fundinn sekur fyrir rétti. Óttin við þetta rættist í hádeginu í gær.“

Wheeler bendir á að hljóðklippa af Greenwood sem Robson tók upp er hann beitti hana ofbeldi sé enn til staðar.

„Þó svo að Greenwood standi ekki lengur frammi fyrir ákærum væri rangt að segja að hann væri ekki sködduð vara. Hljóðklippan sem hratt þessu af stað hefur skemmt orðspor hans, sem og félags hans, frá upphafi.“

Wheeler setur stórt spurningamerki við skilaboðin sem það myndi setja að leyfa Greenwood að spila fyrir United á ný.

„United á stuðningsmannaher um allan heim, fjölda styrktaraðila og, ekki gleyma, kvennalið. Hvers konar skilaboð myndi það senda að leyfa Mason Greenwood að hlaupa um Old Trafford í treyju félagsins á ný?

Svo eru það liðsfélagar hans. Einhverjir þeirra hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að hann var handtekinn. Flestir eru feður, margir með dætur. Er hægt að ætlast til þess að þeir bjóði hann velkominn til baka með opnum örmum eftir að þeir heyrðu hljóðklippuna?“

Það er óljóst hvað tekur við hjá Greenwood.

„Skipti út fyrir landsteinana hafa verið í umræðunni. Það gæti verið besti möguleiki Greenwood til að sanna sig upp á nýtt. Hver ætlar samt að segja að þetta elti hann ekki þangað. Það er engin auðveld leið áfram fyrir United og Greenwood. Það vinnur enginn í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekur að sér nýtt starf hjá Manchester United

Tekur að sér nýtt starf hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni