fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Versta mögulega niðurstaðan fyrir Manchester United – „Hver ætlar að segja að þetta elti hann ekki þangað?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 10:00

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, hefur ritað pistil í kjölfar þess að ákærur gegn Mason Greenwood, leikmanni Manchester United, voru látnar niður falla í gær. Hann segir stöðuna ansi erfiða fyrir félagið.

Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Nú hefur allt hins vegar verið látið niður falla. Hins vegar er ekki ljóst hvað tekur við hjá Greenwood á knattspyrnuvellinum, eða hvort.

„Raunin er sú að sú staðreynd að Greenwood sé mögulega til taks eftir að ákærur á hendur honum voru látnar niður falla er martröð. Félagið á í hættu að stíga inn á siðferðislegt jarðsprengjusvæði,“ skrifar Wheeler.

Hann segir menn innan félagsins hafa óttast þessa niðurstöðu. „Síðustu tólf mánuði hafa heimildamenn félagsins sagt okkur að það versta sem gæti komið út úr þessu væri að málið væri látið niður falla eða að Greenwood yrði ekki fundinn sekur fyrir rétti. Óttin við þetta rættist í hádeginu í gær.“

Wheeler bendir á að hljóðklippa af Greenwood sem Robson tók upp er hann beitti hana ofbeldi sé enn til staðar.

„Þó svo að Greenwood standi ekki lengur frammi fyrir ákærum væri rangt að segja að hann væri ekki sködduð vara. Hljóðklippan sem hratt þessu af stað hefur skemmt orðspor hans, sem og félags hans, frá upphafi.“

Wheeler setur stórt spurningamerki við skilaboðin sem það myndi setja að leyfa Greenwood að spila fyrir United á ný.

„United á stuðningsmannaher um allan heim, fjölda styrktaraðila og, ekki gleyma, kvennalið. Hvers konar skilaboð myndi það senda að leyfa Mason Greenwood að hlaupa um Old Trafford í treyju félagsins á ný?

Svo eru það liðsfélagar hans. Einhverjir þeirra hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að hann var handtekinn. Flestir eru feður, margir með dætur. Er hægt að ætlast til þess að þeir bjóði hann velkominn til baka með opnum örmum eftir að þeir heyrðu hljóðklippuna?“

Það er óljóst hvað tekur við hjá Greenwood.

„Skipti út fyrir landsteinana hafa verið í umræðunni. Það gæti verið besti möguleiki Greenwood til að sanna sig upp á nýtt. Hver ætlar samt að segja að þetta elti hann ekki þangað. Það er engin auðveld leið áfram fyrir United og Greenwood. Það vinnur enginn í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York