fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Svava þvertekur fyrir orðróma sem fóru á kreik

433
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðskonan í knattspyrnu, Svava Rós Guð­­munds­dóttir, gekk í raðir NJ/NY Got­ham í Banda­­ríkjunum á dögunum eftir að hafa verið á mála hjá norska félaginu Brann. Í aðdraganda félagsskiptanna hafði Svava verið orðuð við enska félagið West Ham Untied og fór af stað orðrómur tengdur því sem var ekki á rökum reistur.

Í samtali við Fréttablaðið leysir Svava frá skjóðunni en á dögunum kom upp orð­rómur um að Svava hefði fallið á læknis­­skoðun hjá West Ham en hún segir það ekki rétt.

„Við fórum út og þegar við komum á svæðið var samningurinn ekki eins og búið var að semja um áður en ég fór út,“ segir Svava Rós í samtali við Fréttablaðið. „Það var búið að breyta samningnum um það leyti sem Got­ham kom aftur inn í myndina og þá af­þakkaði ég boð West Ham þótt samningurinn stæði enn til boða.“

Juan Car­los Amor­ós er þjálfari Gotham en sá þjálfari hefur áður sýnt áhuga á að fá Svövu til liðs við lið sitt.

„Þjálfarinn á stóran þátt í þessu, enda hefur hann hefur reynt áður að fá mig til sín. Ég er búin að tala mikið við hann og er hrifin af því hvernig hann vill spila fót­­bolta og var í miklum sam­­skiptum við hann. Ég er mjög spennt að vinna með honum enda gerði hann frá­bæra hluti með Hou­­ston Dash seinni hluta síðasta tíma­bils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt