fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Emil tók nýjustu stjörnu Arsenal að sér – „Hann átti ekki pening fyrir interneti“

433
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal festi í gær kaup á miðju­manninum Jorgin­ho sem var á mála Chelsea. Jorgin­ho er reynslu­mikill leik­maður sem reyndi snemma fyrir sér hjá fé­lags­liðinu Hellas Verona í öðru landi en hann var alinn upp í. Í Verona hitti hann fyrir Emil Hall­freðs­son, at­vinnumann í knattspyrnu og fyrrum lands­liðs­mann sem tók hann undir sinn verndar­væng.

Það er við hæfi að rifja upp sögu Emils af kynnum sínum við Jorgin­ho hjá Hellas Verona en Emil sagði þá sögu í hlað­varps­þætti Snorra Björns­sonar árið 2018.

Þrátt fyrir að Jorgin­ho hafi á sínum ferli spilað fyrir ítalska lands­liðið er hann alinn upp í Brasilíu en fór þaðan 15 ára gamall og hélt til Verona á Ítalíu. Þar skrifaði hann undir samning við Hellas Verona en Emil var leik­maður fé­lagsins á þeim tíma.

„Ég tók hann að mér í byrjun,“ segir Emil um kynni sín af Jorgin­ho. „Hann kemur til Verona 15 ára gamall og er bara með ein­hverjar 20 evrur á viku í laun hjá fé­laginu og býr inn á ein­hverri fjöl­skyldu. Þetta var ekkert djók, 15 ára gamall kemur hann til fé­lagsins og mér fannst erfitt að fara í at­vinnu­mennsku 20 ára gamall.“

Tuttugu evrur jafn­gilda um 3 þúsund ís­lenskum krónum á nú­virði og því ljóst að hinn ungi Jorgin­ho hafði ekki úr miklu að moða á sínum tíma.

„Jorgin­ho fer 15 ára gamall frá Brasilíu til Ítalíu. Ég kynnist honum þegar að hann var 18 ára. Þá hafði hann farið á láni til fé­lags í neðri deildunum og ég man hvað mér fannst hann góður. Þetta var góður gaur og ég sá hvað hann hafði mikinn metnað.

Ég byrjaði smátt og smátt að hjálpa honum, taka hann að mér og man þegar að ég bauð honum í fyrsta skipti að koma heim. Það var vegna þess að hann átti ekki pening fyrir Inter­neti. Ég gaf honum net­punginn minn svo hann gæti hið minnsta farið á Inter­netið og talað við fjöl­skylduna sína í Brasilíu og svona. Pældu í því.“

Emil segir að Jorgin­ho hafi ekki alltaf fengið sénsinn hjá Hellas Verona.

„En ég átti í góðu sam­bandi við þjálfarann okkar hjá fé­laginu, hann bjó meðal annars fyrir ofan mig. Hann kallaði stundum á mig upp og vildi fá álit mitt á því hvernig hann ætti að stilla upp liðinu. Ég man að ég sagði við hann í eitt skipti að hann yrði að láta þennan Jorgin­ho spila. Ég man bara að ég sagði við hann „hann verður að spila, hann er hrika­lega góður“ og á endanum gaf hann honum sénsinn.“

Emil segir að baulað hefði verið á Jorgin­ho í fyrstu tveimur leikjum hans.

„Í kjöl­far þess vitum við hvað gerðist, the rest is history.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“