fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Yfir­lýsing Arsenal varpar ljósi á al­var­lega stöðu – „Munum veita Mo allan þann stuðning sem hann þarf“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 13:37

Mohamed Elneny / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úr­vals­deildar­fé­lagið Arsenal hefur sent frá sér yfir­lýsingu þar sem varpað er ljósi á meiðsli sem miðju­maður liðsins, Mohamed Eln­eny hlaut á æfingu á dögunum. Ljóst er að hann verður lengi frá.

„Eftir að hafa meiðs á æfingu hafa frekari rann­sóknir stað­fest að Mohamed Eln­eny hlaut tölu­verð meiðsli á hægra hné,“ segir meðal annars í yfir­lýsingu Arsenal.

Leik­maðurinn hefur gengist undir að­gerð í London en ekki er hægt að gefa upp tíma­ramma á því hve­nær hann getur snúið aftur til æfinga með liðinu.

„Öll hjá fé­laginu munu veita Mo allan þann stuðning sem hann þarf og að­stoða hann að fullu við að snúa aftur eins fljótt og hægt er.“

Eln­eny hafði verið á fínu skriði með Arsenal sem situr á toppi ensku úr­vals­deildarinnar um þessar mundir.

Arsenal hefur, í ljósi meiðsla Eln­eny og smá­vægi­legra meiðsla Thomas Part­ey, leitað á fé­lags­skipta­markaðinn eftir styrkingu og breidd inn á mið­svæðið.

Ítalski miðju­maðurinn Jorgin­ho hefur lokið læknis­skoðun hjá fé­laginu og mun á næstu mínútum skrifa undir samning við Arsenal sem greiðir Chelsea 12 milljónir punda fyrir leik­manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða