Myndband af Marc Cucurella, bakverði enska úrvalsdeildarfélagsins, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum hefur vakið mikla athygli. Í myndbandinu er Cucurella spurður að því hver sé gáfaðasti leikmaður Chelsea og hann svarar „Jorginho“ en vissi ekki á þeirri stundu að Jorginho væri að ganga í raðir Arsenal.
Cucurella fékk því tíðindin beint í æð á meðan á upptöku stóð og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hann trúði vart sínum eigin augum.
Jorginho hefur staðist læknisskoðun hjá Arsenal og nú er bara beðið eftir formlegri tilkynningu frá félaginu sem kaupir hann af Chelsea á 12 milljónir punda.
Þessi ítalski miðjumaður skrifar undir samning við Arsenal til sumarsins 2024 en í samningnum er ákvæði um að hægt sé að framlengja hann um eitt ár.
Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:
😅👋 The moment Cucurella found out Jorginho was transferring to Arsenal! pic.twitter.com/0WjDwiOqVl
— EuroFoot (@eurofootcom) January 31, 2023