Bakvörðurinn Pedro Porro er genginn í raðir Tottenham frá Sporting.
Kappinn kemur á láni út þessa leiktíð en Tottenham þarf svo að kaupa hann á um 37 milljónir punda næsta sumar.
Pedro Porro er 23 ára gamall hægri bakvörður sem ólst upp hjá Girona á Spáni áður en hann var keyptur til Manchester City árið 2019.
Eftir lánsdvöl, bæði hjá Real Valladolid og Sporting gekk hann endanlega í raðir Sporting í fyrra en stoppar stutt þar.
Porro spilaði 98 leiki fyrir Sporting, skoraði 12 mörk og gaf 20 stoðsendingar.
✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.
Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023