Matur sem seldur er á breskum knattspyrnuvöllum er ekki þekktur fyrir að vera sá besti.
Það sama má hins vegar ekki segja um tvöfaldan ostborgara sem enska utandeildarliðið Ashton Town býður upp á.
Þykir borgarinn svo girnilegur að hann hefur vakið heimsathygli.
Twitter-aðgangurinn Footy Scran birtir reglulega myndir af mat á fótboltavöllum um heima allan. Þegar mynd af tvödalda ostborgara Ashton Town birtist fór allt á hliðina.
„Guð minn almáttugur. Þetta er stórkostlegt,“ skrifaði einn.
Annar skrifaði: „Gefið mér ársmiða á völlinn.“
Mynd af borgaranum má sjá hér að neðan.