Árni Marínó Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA út leiktíðina 2025.
Árni er tvítugur markvörður sem lék fyrst með meistaraflokki ÍA sumarið 2021.
Á síðustu leiktíð lék Árni tíu leiki í Bestu deildinni.
ÍA féll úr efstu deild í fyrra og spilar í Lengjudeildinni í sumar.
„Ég er gríðarlega ánægður með að Árni Marínó hafi framlengt samning sinn við ÍA enda tel ég hann vera besta unga markmanninn á Íslandi í dag,” segir Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Árni Marinó Einarsson hefur skrifað undir samning út leiktíðina 2025 🤝
“Ég er gríðarlega ánægður með að Árni Marínó hafi framlengt samning sinn við ÍA enda tel ég hann vera besta unga markmanninn á Íslandi í dag” segir Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA#kfía #fótbolti pic.twitter.com/2Sw2KASp9H
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) January 30, 2023