Harry Kane, leikmaður Tottenham, þarf aðeins eitt mark til viðbótar til að verða markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Kane er einn öflugasti markaskorari heims en hann hefur gert 266 mörk í 415 leikjum fyrir Tottenham.
Það þýðir að Kane er búinn að jafna met Jimmy Greaves sem skoraði 266 mörk í 379 leikjum á sínum tíma.
Það er langt síðan Kane náði öðru sætinu en í þriðja sæti er Bobby Smith með 208 mörk í 317 leikjum.
Aðeins einn annar núverandi leikmaður Tottenham kemst á topp 20 listann en það er Heung Min Son sem er í sjöunda sæti með 139 mörk.