Það er útlit fyrir það að Morgan Schneiderlin sé búinn að segja sitt í evrópska boltanum.
Schneiderlin er fyrrum stjarna í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Southampton, Manchester United og Everton.
Schneiderlin er 33 ára gamall í dag en hann hefur spilað með Nice í Frakklandi undanfarin þrjú ár.
Nú hefur Frakkinn tekið óvænt skref en hann hefur gert lánssamning við Western Sydney Wanderers í Ástralíu.
Schneiderlin virðist ekki eiga framtíð fyrir sér í Nice en hann á að baki 15 landsleiki fyrir Frakkland.