Jose Mourinho, stjóri Roma, er sagður vera að horfa í endurkomu til Chelsea og myndi þá taka við liðinu í þriðja sinn.
Daily Mail fullyrðir þessar fregnir en Mourinho vill fá að taka við ef Graham Potter fær sparkið eftir erfitt gengi undanfarnar vikur.
Mourinho er orðinn pirraður hjá Roma en hann fær ekki að styrkja lið sitt eins mikið og hann hefði viljað.
Mourinho er sextugur að aldri en hann var síðast hjá Cherlsea frá 2013 til 2015 og fyrir það frá 2004 til 2007.
Portúgalinn hefur einnig þjálfað Manchester United og Tottenham á Englandi en tók við Roma fyrir tveimur árum.