Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt það að miklar líkur séu á að varnarmaðurinn Nat Phillips sé á förum fyrir lok gluggans.
Phillips er 25 ára gamall hafsent en hann hefur alls ekki náð að festa sig í sessi á Anfield.
Phillips fékk tækifæri tímabilið 2020-2021 er lykilmenn Liverpool í vörninni voru meiddir en heillaði ekki marga.
Englendingurinn spilaði með Bournemouth í láni í fyrra og hefur alls spilað fimm leiki fyrir Lverpool á tímabilinu.
,,Þetta veltur á því hvort við fáum tilboð í hann. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir allt, glugginn lokar 31. janúar og við bíðum og sjáum,“ sagði Klopp.