Það hefur ekki gengið vel hjá liði Ajax síðan að Erik ten Hag kvaddi félagið og hélt til Manchester.
Ten Hag náði frábærum árangri með Ajax á sínum tíma þar en skrifaði undir hjá Manchester United í sumar.
Ajax ákvað að ráða mann að nafni Alfred Schreuder til starfa eftir brottför Ten Hag en hefur nú verið rekinn.
Schreuder náði alls ekki góðum árangri með Ajax sem situr í fimmta sæti hollensku deildarinnar og hefur gert heil sex jafntefli í röð.
Ajax er sex stigum frá toppliði Feyenoord og hefur ekki unnið í síðust sjö leikjum sínum.