Brighton hefur hafnað 60 milljóna punda tilboði Arsenal í miðjumanninn Moses Caicedo.
Arsenal er í leit að miðjumanni í kjölfar meiðsla Mohamed Elneny.
Áðan var greint frá tilboði félagsins í Caicedo. Nú hefur því hins vegar verið hafnað.
Áhugi Arsenal á leikmanninum lifir en Brighton heldur því fram að hann sé ekki til sölu.
Chelsea er einnig á höttunum eftir leikmanninum en 55 milljóna punda tilboði félagsins fyrr í janúar var hafnað.
🚨 Brighton & Hove have rejected a bid of £60m fixed from Arsenal for Moises Caicedo. #AFC targeting Ecuador int’l to strengthen midfield + interest remains, despite #BHAFC insisting 21yo is not for sale. W/ @gunnerblog @TheAthleticFC after @FabrizioRomano https://t.co/8H1EuPImAT
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 27, 2023