Cristiano Ronaldo og liðsfélagar hans í sádi-arabíska liðinu Al-Nassr þurftu að sætta sig við að detta út í undanúrslitum Saudi Super Cup þar í landi eftir 3-1 tap gegn Al-Ittihad.
Þetta var annar leikur Ronaldo fyrir Al-Nassr en hann á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Al-Nassr var mun meira með boltann í leiknum gegn Al-Ittihad en fengu hins vegar þrjú mörk á sig og þar lá munurinn.
Ronaldo spilaði allan leikinn fyrir Al-Nassr og bar fyrirliðabandið.