fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Í­hugaði al­var­lega að hætta og tjáir sig nú í fyrsta skipti eftir HM – ,,Vildi aldrei finna mig í þannig stöðu“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 18:53

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Sout­hgate, lands­liðs­þjálfari enska lands­liðsins í knatt­spyrnu segist hafa í­hugað það al­var­lega að segja starfi sínu sem lands­liðs­þjálfari lausu eftir HM í Katar undir lok síðasta árs.

Á endanum á­kvað hann þó að halda á­fram tryggð við liðið en Sout­hgate veitti BBC ítar­legt við­tal á dögunum, það fyrsta eftir á­kvörðunina stóru.

Enska lands­liðið féll úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Frakk­landi í átta liða úr­slitum mótsins en hafði árið áður komist í úr­slit EM á heima­velli.

,,Ég vildi aldrei finna mig í þannig stöðu að nær­vera mín sé að hafa nei­kvæð á­hrif á liðið,“ segir Sout­hgate í sam­tali við BBC.

,,Ég trúði því að það væri ekki raunin hjá mér og enska lands­liðinu en vildi samt sem áður bara taka mér tíma eftir HM til þess að leggja mat á mína stöðu, vera alveg viss um það hvernig mér liði.

Sout­hgate segist hafa spurt sig að því hvort það væri hið rétta í stöðunni að halda á­fram sem lands­liðs­þjálfari.

,,Því ég vildi vera viss um að hungrið og fersk­leikinn væri enn til staðar.“

Hann segir stöðu sína sem lands­liðs­þjálfari enska lands­liðsins vera sinn mesta heiður á lífs­leiðinni. Á­kvörðunin um að halda veg­ferðinni með lands­liðinu á­fram hafi á endanum ekki verið erfið.

,,Liðið er enn að taka fram­förum. Við erum allir sí­fellt að öðlast meiri trú á því sem við erum að gera.“

Viðtal BBC við Southgate má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn