Chelsea íhugar að selja Kai Havertz til að ná inn fjármunum eftir mikla eyðslu undanfarið.
Það er Sky Sports í Þýskalandi sem greinir frá þessu.
Havertz er þýskur landslisðmaður og hefur verið orðaður við stórlið Bayern Munchen í heimalandinu. Þó eru einnig fleiri félög sem hafa áhuga.
Sóknarmaðurinn kom til Chelsea frá Bayer Leverkusen árið 2020.
Nú gæti hann hins vegar verið á förum. Kappinn er sagður vera óánægður með leikstíl Chelsea undir stjórn Graham Potter.
Lundúnafélagið er sagt vilja 53 milljónir punda fyrir Havertz.
Chelsea hefur eytt háum fjárhæðum í leikmenn frá því að Todd Boehly keypti félagið í sumar. Nú skoðar félagið að selja.