Segja má að stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea hafi verið afar hrifnir af því litla sem þeir sá til nýjasta leikmanns félagsins, Úkraínumannsins Mykhailo Mudryk, í leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mudryk gekk til liðs við Chelsea frá Shakhtar Donetsk fyrir því sem nemur um 89 milljónum punda og var leikmanninum, sem hefur heillað í Meistaradeild Evrópu, hent beint í djúpu laugina í ensku úrvalsdeildinni er hann kom inn í síðari hálfleik gegn Liverpool.
Á þeim mínútum sem Mudryk fékk í leiknum sást greinilega að eitthvað er í hann spunnið. Þá gerði hann sér lítið fyrir og setti hraðamet í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er hann mældist á 36.63 kílómetra hraða á klukkustund í einum af sprettum sínum upp kantinn.
Þar með sá hann við leikmönnum á borð við norsku stórstjörnuna Erling Braut Haaland, leikmanni Manchester City og Darwin Nunez, leikmanni Liverpool.
Hraðametið á yfirstandandi tímabili fyrir komu Mudryk var hins vegar í höndum Anthony Gordon, sóknarmanns Everton sem hafði mælst á 36.61 kílómetra hraða á klukkustund.
36.63 – Mykhailo Mudryk recorded a top speed of 36.63 km/h against Liverpool, the fastest speed recorded in the Premier League this season.
36.63 – Mykhailo Mudryk
36.61 – Anthony Gordon
36.53 – Darwin Núñez
36.22 – Erling Haaland
36.09 – Denis ZakariaFlash. pic.twitter.com/xYBBWhPb9T
— OptaJoe (@OptaJoe) January 24, 2023