fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Nýjasta stjarna Chelsea þurfti minna en 35 mínútur til að slá út leikmenn á borð við Haaland og Nunez

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að stuðnings­menn enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Chelsea hafi verið afar hrifnir af því litla sem þeir sá til nýjasta leik­manns fé­lagsins, Úkraínu­mannsins Myk­hailo Mudryk, í leik liðsins gegn Liver­pool í ensku úr­vals­deildinni á dögunum.

Að­eins eru nokkrir dagar síðan Mudryk gekk til liðs við Chelsea frá Shak­htar Do­netsk fyrir því sem nemur um 89 milljónum punda og var leik­manninum, sem hefur heillað í Meistara­deild Evrópu, hent beint í djúpu laugina í ensku úr­vals­deildinni er hann kom inn í síðari hálf­leik gegn Liver­pool.

Á þeim mínútum sem Mudryk fékk í leiknum sást greini­lega að eitt­hvað er í hann spunnið. Þá gerði hann sér lítið fyrir og setti hraða­met í ensku úr­vals­deildinni á tíma­bilinu er hann mældist á 36.63 kíló­metra hraða á klukku­stund í einum af sprettum sínum upp kantinn.

Þar með sá hann við leik­mönnum á borð við norsku stór­stjörnuna Er­ling Braut Haaland, leik­manni Manchester City og Darwin Nu­nez, leik­manni Liver­pool.

Hraða­metið á yfir­standandi tíma­bili fyrir komu Mudryk var hins vegar í höndum Ant­hony Gor­don, sóknar­manns E­ver­ton sem hafði mælst á 36.61 kíló­metra hraða á klukku­stund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park