Heimir Guðjónsson er gestur í sjónvarpsþætti 433.is þessa vikuna.
Heimir tók við karlaliði FH á nýjan leik í haust. Hann fær hins vegar ekki að starfa með Matthíasi Vilhjálmssyni. Hann ákvað að halda í Víking R.
„Matti er toppdrengur og frábær fótboltamaður. Varð ég fyrir vonbrigðum að hann skyldi fara? Að sjálfsögðu. Skildi ég það? Já, auðvitað. Hann vildi komast í lið þar sem væru meiri möguleikar á að vinna titla. Matti er gríðarlegur keppnismaður,“ segir Heimir í þættinum um brottför leikmannsins.
Heimir reyndi að sannfæra Matthías um að vera áfram hjá FH eftir að hann tók við liðinu.
„Við áttum mjög góðan fund þar sem við fórum yfir sviðið. Hann tók þessa ákvörðun og ég ætla bara að vona að honum gangi vel.“
Matthías er uppalinn hjá BÍ fyrir vestan en var hjá FH frá 2004 til 2013. Þaðan hélt hann í atvinnumennsku til Noregs áður en hann hélt aftur heim í Hafnarfjörð 2021.