Gabriel Jesus, stjörnuleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, heyrist gefa vísbendingar um mögulega endurkomu sína eftir meiðsli í myndbandi sem hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum og tekið er í stúkunni á Emirates Stadium um nýliðna helgi á leik liðsins gegn Manchester United.
Arsenal vann leikinn 3-2 með sigurmarki frá Eddie Nketiah á lokamínútunum en sjálfur er Gabriel Jesus frá vegna hnémeiðsla sem hann hlaut á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með Brasilíu undir lok síðasta árs.
Myndband sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum og sýnir Jesus eiga í samræðum við UFC goðsögnina Khabib Nurmagomedov hefur gert stuðningsmenn Arsenal spennta en á því heyrist Jesus segja að um 4-5 vikur séu þar til hann verði mættur aftur á völlinn með Arsenal.
Jesus gekk til liðs við Arsenal fyrir yfirstandandi tímabili og hafði verið á frábæru skriði með liðinu áður en hann hélt á HM með Brasilíu og meiddist undir lok síðasta árs.
Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á leik til góða á Manchester City í 2. sæti deildarinnar eftir nýliðna helgi. Margir bjuggust við því að liðið myndi eiga erfitt uppdráttar án Jesus þar sem það kom í hlut Nketiah að fylla upp í hans skarð en sá hefur gert það af stakri prýði.
Nketiah skoraði meðal annars tvö af þremur mörkum Arsenal gegn Manchester United um nýliðna helgi en félagið hefur ekki tapað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan þann 4. september á síðasta ári.
Myndbandið af Jesus ræða bið Khabib má sjá hér fyrir neðan:
🎥| Gabriel Jesus told Khabib Nurmagomedov at the Arsenal game on Sunday that he hopes to return in “4 or 5 weeks.” [via @AhmedJaward3] #afc
— Arsenal Buzz (@ArsenalBuzzCom) January 23, 2023