Óskar Örn Hauksson gerði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík eftir endurkomu til félagsins í vetur um helgina.
Þá mætti Grindavík Haukum í æfingaleik og vann 3-2.
Óskar Örn gekk í raðir Grindavíkur í vetur eftir að hafa verið hjá Stjörnunni á síðustu leiktíð.
Þar áður var hann auðvitað um árabil hjá KR.
Óskar er farinn að láta til sín taka hjá Grindvíkingum og vonandi fyrir þeirra hönd heldur hann uppteknum hætti í Lengjudeildinni í sumar.
Grindavík hafði betur gegn Haukum í æfingaleik á laugardag. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Grindavík.
Óskar Örn skoraði sitt fyrsta mark í 16 ár fyrir Grindavík. Vonandi fyrsta markið af mörgum í gulu & bláu í ár.
⚽️ Sigurjón Rúnarsson
⚽️ Óskar Örn
⚽️ Einar Karl— UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) January 22, 2023