Það gengur erfiðlega hjá goðsögn Manchester United, Dwight Yorke, sem starfar í dag sem knattspyrnuþjálfari.
Yorke gerði garðinn frægan sem sóknarmaður Man Utd en hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á síðasta ári.
Yorke tók þá við Macarthur FC í efstu deild Ástralíu en hefur nú fengið sparkið eftir aðeins þrettán leiki.
Þessi 51 árs gamla goðsögn fundaði með stjórn Macarthur á föstudag og var ákveðið að láta hann fara eftir 1-0 tap gegn Adelaide United.
Yorke skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og er því ansi óvænt að hann sé látinn fara svo snemma.