Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag, leikur sem margir aðdáendur bíða spenntir eftir.
Arsenal tekur þá á móti Manchester United í lokaleik helgarinnar en flautað er til leiks klukkan 16:30.
Man Utd hefur verið á frábæru skriði undanfarið en þarf að eiga ansi góðan leik gegn toppliðinu.
Arsenal hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu og er með fimm stiga forskot á toppnum fyrir viðureignina.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Arsenal: Ramsdale; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Xhaka, Partey; Saka, Odegaard, Martinelli; Nketiah
Man Utd: De Gea, Wan Bissaka, Varane, Martinez, Shaw, Eriksen, McTominay, Bruno Fernandes, Antony, Rashford, Weghorst.