David Moyes, stjóri West Ham, hefur staðfest það að hann hafi hafnað tækifærinu á að fá Julian Alvarez frá River Plate.
Það er ein af mistökum sem Moyes hefur gert á ferlinum en Alvarez fór síðar til Manchester City og vann HM með Argentínu í sumar.
Njósnari West Ham benti Moyes á að kaupa Alvarez en hann var ekki svo sannfærður um getu leikmannsins.
,,Þetta er einn af þeim leikmönnum sem ég missti af, ég hugsaði að hann væri ekki alveg nógu góður,“ sagði Moyes.
,,Það eru hundruðir af þessum leikmönnum. Alvarez var að spila með Argentínu á HM og á þessum tíma fékk ég inn nýjan njósnara sem sagði mér að kaupa hann frá River Plate.“
,,Ég fylgdist með honum og sá að hann væri mjög góður tæknilega en ekki beint leikmaðurinn sem við vildum, við vorum með Micky Antonio sem hafði staðið sig mjög vel og ég var ekki viss.“
,,Stundum sérðu leikmennina breytast á aðeins sex mánuðum og sumir af þeim enda á að ná frábærum árangri.“