fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sölvi bjóst við að vera sendur heim frá Tælandi með fyrsta flugi en þá kom björgunin

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 09:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen er gestur í nýjasta þætti Chat After Dark. Þar fer fyrrum knattspyrnumaðurinn yfir víðan völl.

Sölvi kom víða við á ferli sínum. Hann fór meðal annars til Tælands, þar sem hann spilaði með Buriram United.

Hann var heima á Íslandi þegar tilboð frá félaginu kom óvænt upp.

„Ég fæ símtal frá umboðsmanninum: „Ertu klár klukkan átta annað kvöld? Það er lið frá Tælandi sem vill þig. Ég held ég hafi verið þunnur þarna en keyrði á þetta,“ segir Sölvi.

„Sex dögum seinna var fyrsti leikurinn í tælensku deildinni. Ég fékk sex daga undirbúningstímabil.

Ég held ég hafi átt lélegasta fyrri hálfleik ævi minnar. Mér leið eins og ég væri að hlaupa í hné háu vatni allan tímann. Þeir voru svo fljótir, ég held að fljótasti maðurinn í deildinni hafi verið að spila á móti mér.“

Sölvi hélt að hann fengi ekki að spila seinni hálfleik. „Ég hugsaði í hálfleik: Heyrðu þeir taka mig út af og senda mig í fyrsta flugi heim.

Sem betur fer fékk ég tækifæri í seinni hálfleik og náði að setja jöfnunarmark. Það reddaði starfinu.“

Sölvi lagði skóna á hilluna árið 2021 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Víkingi R. Hann hefur einnig leikið í Kína, Danmörku og Svíþjóð á ferlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta