fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

KSÍ kaupir kolefniseiningar af SoGreen næstu fimm árin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 17:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og sprotafyrirtækið SoGreen hafa gert samning til fimm ára þess efnis að KSÍ kaupi kolefniseiningar af SoGreen.

SoGreen er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er að hefja framleiðslu nýrrar tegundar kolefniseininga á heimsvísu: Kolefniseininga sem myndast með því að tryggja stúlkum í lágtekjuríkjum menntun.

SoGreen hefur látið að sér kveða á hinum ört vaxandi íslenska kolefnismarkaði á undanförnum tveimur árum, m.a. með þátttöku í Snjallræði, hraðli á vegum Icelandic Startups (nú KLAK) og Höfða friðarseturs. Þá hlaut SoGreen Sprota – styrk Tækniþróunarsjóðs árið 2021 auk fjölda sjálfbærni- og frumkvöðlastyrkja fyrirtækja í íslensku atvinnulífi.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ: „Við hjá KSÍ hlökkum mjög til samstarfsins við SoGreen og erum afskaplega ánægð með samninginn. Við höfum um nokkurt skeið leitað leiða til að vera virkari í loftslagsmálum og kolefnisjöfnun og líst mjög vel á þá leið að styðja við menntun stúlkna þar sem þörfin er mikil. Við ættum öll, sem samfélag, að taka skref í átt að samfélagslegri ábyrgð og öll skref telja í baráttunni við loftslagsvána“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona