fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

KSÍ kaupir kolefniseiningar af SoGreen næstu fimm árin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 17:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og sprotafyrirtækið SoGreen hafa gert samning til fimm ára þess efnis að KSÍ kaupi kolefniseiningar af SoGreen.

SoGreen er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er að hefja framleiðslu nýrrar tegundar kolefniseininga á heimsvísu: Kolefniseininga sem myndast með því að tryggja stúlkum í lágtekjuríkjum menntun.

SoGreen hefur látið að sér kveða á hinum ört vaxandi íslenska kolefnismarkaði á undanförnum tveimur árum, m.a. með þátttöku í Snjallræði, hraðli á vegum Icelandic Startups (nú KLAK) og Höfða friðarseturs. Þá hlaut SoGreen Sprota – styrk Tækniþróunarsjóðs árið 2021 auk fjölda sjálfbærni- og frumkvöðlastyrkja fyrirtækja í íslensku atvinnulífi.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ: „Við hjá KSÍ hlökkum mjög til samstarfsins við SoGreen og erum afskaplega ánægð með samninginn. Við höfum um nokkurt skeið leitað leiða til að vera virkari í loftslagsmálum og kolefnisjöfnun og líst mjög vel á þá leið að styðja við menntun stúlkna þar sem þörfin er mikil. Við ættum öll, sem samfélag, að taka skref í átt að samfélagslegri ábyrgð og öll skref telja í baráttunni við loftslagsvána“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo