Ansi skondið atvik átti sér stað í kvöld á BBC er rætt var um leik Wolves og Liverpool í enska bikarnum.
Óhljóð heyrðust í beinni útsendingu BBC sem þurfti að biðjast afsökunar og virtist enginn skilja hvað væri í gangi.
Prakkari og YouTuber að nafni Daniel Jarvis er búinn að taka ábyrgð á gjörðum sínum og segist hafa verið sá seki.
Jarvis eða Jarvo69 er búinn að birta myndband á YouTube rás sína þar sem hann fer yfir hvernig hrekkurinn fór fram.
Óhljóðin voru kynferðisleg og hefur Jarvis fengið töluverða gagnrýni enda var mörgum brugðið.
Myndbandið má sjá hér.