Cristiano Ronaldo, Georgina og börnin þeirra fimm eru að aðlagast nýju lífi í Riyadh í Sádí Arabíu.
Ronaldo skrifaði undir hjá Al Nassr þar í landi á dögunum og varð í kjölfarið launahæsti íþróttamaður í heimi.
Ronaldo og frú fóru með börnin í skemmtigarð í Riyadh í gær þar sem lífið virðist hafa leikið við mannskapinn.
Ronaldo og frú virtust skemmta sér vel á höfrunga sýningu en það var líka mikið stuð á börunum sem hittu Disney karaktera.
Þessi fjölskylda byrjaði á að búa saman á Spáni, síðan var farið til Ítalíu og þaðan til Englands. Nú prufa þau nýtt líf í Sádí Arabíu.