Yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund. Michael Zorc, segir ekkert tilboð hafa borist í Jude Bellingham. Zorc greinir frá þessu í samtali við Kicker.
Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall.
Miðjumaðurinn hefur verið hjá Dortmund síðan 2020. Hann er uppalinn hjá Birmingham.
Bellingham hefur einna helst verið oraður við Liverpool og Real Madrid og eru þau talin hans líklegustu áfangastaðir.
Talið er að Bellingham muni kosta nokkuð vel yfir hundrað milljónir punda.
Kappinn fór á kostum með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót. Þar fór England í 8-liða úrslit. Ekki var það til að lækka verðmiðann á Bellingham.
Á þessari leiktíð hefur Bellingham komið að 12 mörkum Bayern í 22 leikjum í öllum keppnum.