Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins hefur bætt á sig kílóum undanfarna mánuði. Þessu halda sérfræðingar Dr. Football fram í nýjasta hlaðvarpi sínu.
Ísak Snær var með íslenska landsliðinu í síðasta verkefni sem fram fór í síðustu viku og þar tók Hjörvar Hafliðason eftir þessu.
„Ég var að horfa á klippur úr þessum leikjum, Ísak Snær var oft að skjóta á sjálfan sig í sumar. Mjög gagnrýnin á sjálfan sig, án þess að vera… Hann virkar aftur svolítið þungur,“ sagði Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason tók í sama strengt.
„Ég er sammála þér, mér fannst það undir lok tímabilsins líka,“ sagði Albert en Ísak var seldur frá Breiðablik til Rosenborg í haust.
„Það tekur hann þrjár mínútur að skola þessu af sér, ég var að horfa á þetta. Það voru tvö moment þar sem ég tók eftir þessu,“ segir Hjörvar.
Fyrsti í pepsi 21’ vs fyrsti í bestu 22’😅 pic.twitter.com/KdTBJ32uCM
— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) April 21, 2022
Albert hélt þá áfram að ræða þetta. „Það tekur hann þrjár mínútur að skola þessu af sér eins og þú segir en það tekur hann mjög fljótan tíma að bæta þessu á sig.“
Ísak var duglegur að ræða það í sumar að hann væri miklu léttari en hann var áður. „Hann hefur verið mjög opinskár með þetta, hann verður fljótur að kippa þessu í liðinn.“