Atalanta vann ótrúlegan sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Salernitana.
Atalanta var í miklu stuði á heimavelli sínum og skoraði heil átta mörk gegn tveimur frá andstæðingnum.
Ademola Lookman átti góðan leik fyrir Atalanta en hann skoraði tvö mörk og lagði upp annað á félaga sinn Ederson.
Síðar um kvöldið unnu Jose Mourinho og hans menn í Roma flottan heimasigur á liði Fiorentina.
Roma vann 2-0 sigur og er með 34 stig í sjöunda sætinu, jafn mörg stig og Lazio sem situr í því fimmta.
Lazio vann fyrr í dag lið Sassuolo á útivelli 2-0 og er með jafn mörg stig og bæði Roma og Atalanta.