Manchester United vann grannaslaginn í Manchester í dag er liðið spilaði gegn Manchester City.
Öll mörk leiksins voru skoruð í seinni hálfleik en Jack Grealish kom þeim bláklæddu yfir.
Bruno Fernandes og Marcus Rashford sáu um að tryggja Man Utd sigurinn með mörkum undir lok leiks.
Man Utd hefur verið á frábæru skriði undanfarið og virðist ætla að blanda sér í alvöru baráttu um Meistaradeildarsæti.
Hér má sjá einkunnir leiksins frá Sky Sports.
Man Utd: De Gea (7), Wan-Bissaka (7), Varane (7), Shaw (7), Malacia (7), Casemiro (7), Fred (7), Eriksen (6), Fernandes (8), Martial (7), Rashford (8).
Varamenn: Antony (6), Garnacho (7)
Man City: Ederson (5), Walker (6), Akanji (6), Ake (6), Cancelo (6), Rodri (6), De Bruyne (7), Bernardo (6), Mahrez (6), Haaland (5), Foden (5)
Varamenn: Grealish (7)