Það er útlit fyrir það að Chelsea gæti loks nælt í vængmanninn eftirsótta Mikhaylo Mudryk.
Mudryk hefur verið efstur á óskalista Arsenal í dágóðan tíma og hefur félagið boðið þrisvar í kappann.
Chelsea hefur fylgst með Shakhtar hafna tilboðum Arsenal hingað til og er nú búið að blanda sér að alvöru í baráttunna.
Fabrizio Romano segir frá því að Chelsea hafi boðið um 100 milljónir evra í Mudryk og að stjórn félagsins sé í Póllandi að reyna að ganga frá kaupum.
Arsenal hefur alltaf verið í bílstjórasætinu um Mudryk en staðan virðist vera að færast hægt og rólega í aðra átt.