Napoli 5 – 1 Juventus
1-0 Victor Osimhen(’14)
2-0 Khvicha Kvaratskhelia(’39)
2-1 Angel Di Maria(’42)
3-1 Amir Rrahmani(’55)
4-1 Victor Osimhen(’65)
5-1 Eljif Elmas(’72)
Lið Juventus var niðurlægt í ítalska boltanum í kvöld er það heimsótti Napoli.
Napoli ætlar sér titilinn á þessu tímabili og eftir sigur í kvöld er liðið með tíu stiga forskot á toppnum.
Victor Osimhen hefur verið frábær fyrir Napoli á tímabilinu og skoraði hann tvennu í sannfærandi 5-1 sigri.
Juventus lagaði stöðuna í 2-1 með marki frá Angel Di Maria en Napoli tók eftir það öll völd á vellinum.
Juventus er í þriðja sæti deildarinnar og er tíu stigum frá nú toppsætinu.