Viðskiptablaðið birti um áramótin laun íslenskra atvinnumanna í íþróttum en af 43 launahæstu íþróttamönnunum koma 41 úr heimi fótboltans.
Á toppnum samkvæmt Viðskiptablaðinu er Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley sem ku hafa þénað 500 milljónir króna á síðasta ári.
Meira:
Þetta þéna launahæstu íslensku atvinnumennirnir – Sjáðu listann yfir þá best launuðu
Fleira áhugavert kemur fram á listanum en Alfreð Finnbogason sem samdi við Lyngby í haust er sagður þéna 55 milljónir króna á ári.
Laun Alfreðs hafa lækkað talsvert en árið 2020 sagði Viðskiptablaðið að Alfreð hefði þénað 220 milljónir króna hjá Augsburg í Þýskalandi.
Bikir Bjarnason leikmaður Adana Demirsport í Tyrklandi er sagður þéna ögn meira eða 65 milljónir króna á ári samkvæmt Viðskiptablaðinu.
Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen hjá Norköpping og Sveinn Aron Guðjohnsen hjá Elfsborg eru sagðir þéna það sama eða 40 milljónir króna á ári.
Nýjustu atvinnumenn Íslands, Ísak Snær Þorvaldason og Kristall Máni Ingason gengu í raðir Rosenborg í Noregi í haust. Kristall þénar 40 milljónir króna á ári samkvæmt Viðskiptablaðinu en Ísak Snær fimm milljónum minna.