Ian Wright fyrrum framherji Arsenal var við störf fyrir ITV í gær þegar Arsenal heimsótti Oxford í enska bikarnum.
Eftir bröuslegt gengi í fyrri hálfleik opnaðist leikurinn í þeim síðari og Arsenal vann að lokum sannfærandi sigur. Liðið mætir Manchester City á útivelli í næstu umferð.
Wright var að tala um leikinn á ITV þegar myndavélin fór upp í stúku, þangað var mættur David Platt fyrrum samherji Wright hjá Arsenal
Þegar Wright horfði á skjáinn virtist honum bregða og sagði. „Wow, hann hefur breyst mikið,“ sagði Wright.
Wright og Platt léku saman hjá Arsenal frá 1996 til ársins 1998. Platt hefur eftir ferilinn lítið verið í sviðsljósinu en Wright er afar vinsæll sem sjónvarpsmaður.