Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í verkefni í Portúgal.
Þar gerði liðið 1-1 jafntefli við Eista á sunnudag. Þar gerði Andri Lucas Guðjohnsen eina mark leiksins af vítapunktinum.
Á fimmtudag mætir liðið svo Svíum, einnig í Portúgal.
Íslenski hópurinn er að miklu leyti til skipaður leikmönnum sem hafa minni reynslu af landsliðsbolta.
Það sama má segja um sænska liðið sem Ísland mætir.
Knattspyrnusamband Íslands birti nokkrar myndir frá æfingu Íslands í dag. Þar var gleðin í fyrirrúmi.
Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst svo klukkan 18 á fimmtudag.
Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni.
Hope you are having a great day, too. ⚽️🇮🇸🥰 pic.twitter.com/RVAmI3OMRn
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023