Oxford United 0 – 3 Arsenal
0-1 Mohamed Elneny(’63)
0-2 Eddie Nketiah(’70)
0-3 Eddie Nketiah(’75)
Arsenal mun spila við Manchester City í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Oxford í kvöld.
Arsenal heimsótti C-deildarlið Oxford í þriðju umferð en komst ekki yfir fyrr en í seinni hálfleik.
Mohamed Elneny kom boltanum í netið á 63. mínútu og stuttu seinna var Eddie Nketiah kominn á blað.
Nketiah bætti við sínu öðru marki stuttu seinna í 3-0 sigri og verður næsta verkefni Arsenal töluvert erfiðara en þetta.