Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez munu brjóta lög í Sádí Arabíu með því að búa saman. Ástæðan er sú að parið er ekki gift.
Samkvæmt lögum í Sádí Arabíu er það bannað fyrir pör að búa saman á meðan þau eru ekki gift.
Ronaldo samdi á dögunum við Al-Nassri og flytur fjölskyldan til landsins en saman ala þau upp fimm börn. Ronaldo áttu þrjú börn fyrir og saman eiga þau tvö börn.
Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa heimild til þess að handtaka fólk sem fer ekki eftir þessum reglum, dómur eða brottflutningur frá landinu koma til greina þegar fólk brýtur þessi lög.
Fjölmiðlar á Spáni segja þó að yfirvöld hafi litið framhjá þessu í sumum tilvikum og ólíklegt sé að Ronaldo og frú verði refsað fyrir það vera ekki gift.