Cristiano Ronaldo spilar ekki sinn fyrsta leik fyrir Al-Nassr í dag þar sem búið er að blása leikinn af.
Flóð vegna rigninga og rafmagnstruflanir koma í veg fyrir að leikurinn gegn Al Taee.
Óvíst er hvort Ronaldo hefði spilað en hann á að taka út tveggja leikja bann sem fylgdi honum frá Englandi. Ronaldo og félagið íhugaði hins vegar að hlusta ekki á þær ábendingar.
Ronaldo gekk í raðir félagsins á dögunum og er nú hæst launaði íþróttamaður sögunnar. Portúgalinn þénar 173 milljónir punda á ári þegar auglýsingasamingar og annað er tekið inn í myndina.
Hann fékk tveggja leikja bann frá enska knattspyrnusambandinu nýlega vegna atviks sem átti sér stað í vor.
Þá sló Ronaldo síma úr höndum einhverfs stráks. Atvikið átti sér stað eftir tap Manchester United gegn Everton á síðustu leiktíð.