Eiginkona Davie Selke, leikmanns Kölnar í þýsku Bundesligunni, fékk sér áhugavert húðflúr á dögunum. Hún sýndi frá því á samfélagsmiðlum og enskir miðlar vekja athygli á því.
Selke er nýgenginn í raðir Kölnar frá Herthu Berlin.
Sóknarmaðurinn verður númer 27 hjá félaginu, en það er einnig númer sem hann hefur borið hjá sínum fyrri félögum.
Því hefur eiginkona hans ákveðið að fá sér húðflúr með tölunni 27 á djarfan stað. Hún birti mynd af því á Instagram.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.