Sparkspekingurinn Jamie Redknapp hefur varað Antonio Conte við því að hann mun ekki fá ósk sína uppfyllta hjá Tottenham.
Conte greindi frá því í síðasta mánuði að það væri önnur félög að eyða allt að 300 milljónum punda í aðra leikmenn og að það væri eitthvað sem Tottenham gæti notað.
Conte er stjóri Tottenham og er talinn nokkuð frekur en eigandi liðsins, Daniel Levy, er ekkert lamb að leika sér við.
Levy hefur ekki viljað eyða of hárri upphæð í leikmenn undanfarin ár og mun Conte þurfa að sætta sig við öðruvísi stefnu hjá Tottenham en önnur félög vinna með.
,,Þú þarft að styðja við bakið á stjóranum þínum en það að Daniel Levy breyti sinni stefnu núna, það mun ekki gerast,“ sagði Redknapp.
,,Það mun ekki gerast og því meira sem þú ögrar honum þá ertu bara að pirra hann. Chelsea, Man City og Man Utd geta þetta en Tottenham mun ekki taka sömu stefnu.“