fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Arnar Þór og Alfons ræddu saman áður en stór ákvörðun var tekin – Opinberar hvað fór þeirra á milli

433
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Sampsted gekk á dögunum í raðir Twente í Hollandi á frjálsri sölu frá Bodo/Glimt. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hjálpaði honum við að taka ákvörðunina.

Hinn 24 ára gamli Alfons hafði verið hjá Bodo/Glimt í þrjú ár og tvisvar orðið Noregsmeistari. Hægri bakvörðurinn tók svo skrefið til Twente um áramótin.

Arnar spilaði einmitt með Twente á leikmannaferli sínum. Alfons leitaði ráða hjá honum.

„Á sínum tíma var ég með nokkra kosti og var bara að viðra hug­myndirnar við hann. Þá sagði hann mér frá sinni reynslu af Twente. Hún var góð. Hann sagði að þetta væri flottur staður að vera á sem fót­bolta­maður og manneskja. Hann hafði virki­lega góða hluti að segja, að þetta væri skemmti­legt næsta skref á ferlinum. Hans mat hafði mikið að segja þegar kom að því að taka á­kvörðun,“ segir Alfons í viðtali við Fréttablaðið í dag.

„Ég tel að ég geti lært margt hérna. Ég hef tekið eftir því fyrstu vikuna að það er hátt tempó og það er mikið lagt upp úr því að leysa sínar stöður. Ef ég set saman það sem ég hef lært um að vinna í kerfi og liðs­heild hjá Bodo/Glimt við það að vera hörku­góður í einn á móti einum og sem ein­stak­lingur í Twente held ég að ég sé búinn að taka stórt skref og að það verði gott fyrir lands­liðið.“

Ítarlegt viðtal við Alfons má finna í Fréttablaðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu
433Sport
Í gær

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út
433Sport
Í gær

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni