Tottenham þarf að skoða það að fá til sín markmann sem fyrst ef þú spyrð Graeme Souness, goðsögn Liverpool.
Souness er ekki aðdáandi Hugo Lloris sem er markmaður og fyrirlði Tottnenham en hann gerðist sekur um slæm mistök gegn Aston Villa í gær.
Lloris er kominn á seinni ár ferilsins og var ekki upp á sitt besta er Tottenham tapaði 2-0 gegn Villa á heimavelli.
,,Ég er ekki mikill aðdáandi Hugo Lloris, ég hef sagt þetta í langan tíma,“ sagði Souness við Sky Sports.
,,Hann hefur gert fjögur mistök sem kosta mark síðan á síðustu leiktíð, meira en allir aðrir í deildinni. Hann er kominn yfir sitt besta.“