Hinn átján ára gamli Garang Kuol er loks formlega genginn í raðir Newcastle á Englandi. Það er þó ólíklegt að hann spili með aðalliðinu strax.
Kuol kemur frá Central Coast Mariners í heimalandinu, Ástralíu.
Hann samdi við Newcastle í haust en er nú formlega genginn í raðir félagsins.
Kuol getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum og þykir hann gríðarlegt efni. Hann spilaði tvo leiki fyrir Ástrali á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Það er líklegt að Kuol verði lánaður frá Newcastle til að byrja með.
„Garang þarf að fara og spila. Það er í forgangi,“ segir Eddie Howe, stjóri liðsins.
Kuol fer hins vegar ekki á lán hvert sem er.
„Við erum að leita að lausn. Hann þarf að spila á háu stigi og starfa með góðum þjálfara.“