fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ólíklegt að nokkuð gerist hjá Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 12:28

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mun að öllum líkindum ekki bæta við sig fleiri leikmönnum áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í kvöld. Það er Sky Sports sem segir frá þessu.

Kaupin á Antony voru staðfest í morgun og þá er tímaspursmál hvenær markvörðurinn Martin Dubravka kemur frá Newcastle. Fleiri leikmenn fær United hins vegar ekki.

Hvað brottfarir leikmanna varðar hefur Aaron Wan-Bissaka verið orðaður burt frá United. Það er þó ólíklegt að verði af því.

Þá heldur sagan endalausa um Cristiano Ronaldo áfram. Hann hefur verið orðaður frá United í allt sumar. Svo virðist sem að hann muni ekki ná því í gegn.

United mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er Ronaldo í áætlunum Erik ten Hag fyrir þann leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga