fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Besta deildin: Markaveisla er Valur heimsótti KR – Fram burstaði ÍA á Akranesi

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 21:10

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Bestu deild karla í kvöld er Valur heimsótti KR í risaleik í Vesturbænum.

Ólafur Jóhannesson var að stýra sínum fyrsta leik eftir endurkomuna til Vals en hann hefur tekið við af Heimi Guðjónssyni.

Tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en Theodór Elmar Bjarnason kom KR yfir snemma leiks og jafnaði Haukur Páll Sigurðsson metin fyrir Val undir hálfleiksins.

Í síðari hálfleik komst KR tvívegis yfir en Valsmenn náðu að svara í bæði skiptin.

Sigurður Bjartur Hallsson byrjaði á að koma KR yfir en sú forysta entist í tvær mínútur eftir jöfnunarmark frá Hólmari Erni Eyjólfssyni.

Tveimur mínútum eftir mark Hólmars var staðan aftur orðin 3-2 er Ægir Jarl Jónasson skoraði eftir stoðsendingu frá Atla Sigurjónssyni.

Daninn Patrik Pedersen sá svo um að tryggja Val stig sjö mínútum síðan og lokatölur 3-3 í frábærum leik.

Það gengur þá ekkert hjá ÍA þessa dagana en liðið tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð í efstu deild.

ÍA fékk lið Fram í heimsókn og tapaði stórt 4-0 gegn nýliðunum sem eru nú með 17 stig í áttunda sæti. ÍA er á botninum með aðeins átta stig og einn sigur.

KR 3 – 3 Valur
1-0 Theodór Elmar Bjarnason (‘3)
1-1 Haukur Páll Sigurðsson (’45)
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson (’52)
2-2 Hólmar Örn Eyjólfsson (’54)
3-2 Ægir Jarl Jónasson (’56)
3-3 Patrick Pedersen (’61)

ÍA 0 – 4 Fram
0-1 Magnús Þórðarson (’19)
0-2 Már Ægisson (’21)
0-3 Alex Freyr Elísson (’48)
0-4 Guðmundur Magnússon (’64)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Í gær

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila