fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 15:25

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann góðan 1-3 sigur á Póllandi í fyrsta og eina æfingaleik liðsins fyrir Evrópumótið.

Íslenska liðið hefur oft spilað betur en heimakonur komust yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Það var hins vegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik. Hún fékk sendingu frá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og lagði boltann í netið af stuttu færi.

Skömmu síðar var það Sveindís Jane Jónsdóttir sem skoraði með þrumuskoti eftir að hafa leikið á varnarmann pólska liðsins.

Það var svo varamaðurinn Agla María Albertsdóttir sem bætti við þriðja markinu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum.

1-3 sigur Íslands staðreynd en liðið heldur nú til Þýskalands til æfinga áður en liðið fer til Englands þar sem mótið fer fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi